Fréttir

16.11.2015

Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands 2015




Uppskeruhátíð Fatahönnunarfélags Íslands verður haldin í Hannesarholti þann 21. nóvember næstkomandi, í samstarfi við 66°Norður.

Þema hátíðarinnar í ár er almannatengsl og markaðssetning. Fyrirlesarar verða þau Dianne Yee, John Pizzolato og Ophelia Borup.
 

Dianne Yee er meðeigandi almannatengslafyrirtækisins Avant Collective í New York. Hún hefur víðtæka reynslu að baki, bæði í blaðamennsku og almannatengslum og hefur starfað fyrir fyrirtæki eins og Oscar de la Renta og Norma Kamali.
 
John Pizzolato er almannatengill og listrænn stjórnandi International Playground Store & Agency í New York. Fyrirtækið leggur áherslu á að efla sjálfstæð vörumerki hvaðanæva úr heiminum og fara með þau á sýningar í London, París, New York, LA, Berlín og Kaupmannahöfn.
 
Ophelia Borup starfar sem sölustjóri hjá fyrirtækinu Freya Dalsjø. Hún hefur yfir áratug af reynslu sem mannauðsstjóri og innkaupastjóri og hefur starfað fyrir WOOD WOOD, Works UNLTD og Junk De Luxe.
 
 
Hátíðin verður haldin í Hannesarholti, Grundarstíg 10, í miðbæ Reykjavíkur og hefst klukkan 17. Boðið verður upp á léttar veitingar í upphafi kvölds í samstarfi við Mekka Wines & Spirits. Að fyrirlestrum loknum verður borinn fram kvöldverður og síðan heldur veislan áfram fram eftir kvöldi.
 

Allir velkomnir!
 
Verð (matur og drykkur innifalinn):
Félagsmenn FÍ (sem greitt hafa félagsgjald 2015 eða fengu inngöngu 2015): 1500 kr
Fatahönnunarnemar LHÍ: 3000 kr
Almennt verð: 4500 kr
 
Takmarkaður fjöldi miða í boði, frestur til að kaupa miða er til og með 18. nóvember, en ekki verður hægt að greiða við inngang. Ástæða þess er sú að nauðsynlegt er að vita nákvæman fjölda gesta í kvöldmat.
 
Hægt er að kaupa miða með því að greiða inná reikning félagsins: 101-26-062410
kt: 641001-2950. Miðinn verður settur á nafn greiðanda nema annað komi fram.
 
Frekari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra hátíðarinnar, Margréti S. Valgarðsdóttur, uppskeruhatidfi@gmail.com eða formanni FÍ, Laufeyju Jónsdóttur, laufeyja@gmail.com.
















Yfirlit



eldri fréttir