Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 12.15 heldur Móheiður Helga Huldudóttir erindið Umhverfissálfræði í fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, GESTAGANGI í Þverholti 11, fyrirlestrarsal A.
Móheiður útskrifaðist sem arkitekt frá Arkitektaskólanum Aarhus árið 2010. Veturinn 2014-2015 stundaði hún meistaranám í umhverfissálfræði við University of Surrey í Guildford á Englandi. Í dag vinnur Móheiður á Teiknistofu Gunnars Hanssonar.
Í fyrirlestrinum mun Móheiður fjalla um grunnkenningar úr umhverfissálfræði og samspil umhverfis, hegðunar og líðanar.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir.
Sjá viðburð á facebook.