Fréttir

12.11.2015

Hönnunarsjóður | Fjórða og síðasta úthlutun ársins 2015



Hönnunarsjóður auglýsti eftir umsóknum í sjóðinn í lok ágúst og rann umsóknarfrestur út þann 8.október síðastliðinn. 108 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 190.000.000 milljónir, en hægt var að sækja um styrk í fjórum flokkum.

Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu 2015, en að þessu sinni úthlutar hönnunarsjóður 15.5 milljónum króna.

Úthlutunin fer fram föstudaginn 13. nóvember, kl.12:00, í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands að Vonarstræti 4b. Allir velkomnir.

Dagskrá:

Reynslusögur fyrri styrkhafa | Studio Bility / Falinn skógur
  • Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, vöruhönnuður.
  • Dóra Hansen og Elísabet V. Ingvarsdóttir
Úthlutun úr hönnunarsjóði | Halldóra Vífilsdóttir, formaður stjórnar hönnunarsjóðs

Afhending styrkja | Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.


Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis, sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 45 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.

Nánari upplýsingar á sjodur.honnunarmidstod.is.
















Yfirlit



eldri fréttir