Fréttir

13.11.2015

75 ára afmælisráðstefna T.ark arkitekta


Park Hill Sheffiled eftir Studio Egret West, nánar hér.

Í tilefni af 75 ára afmæli T.ark arkiktekta og aldarminningu brunans mikla í Reykjavík stendur T.ark fyrir ráðstefnu um framtíð módernískra bygginga í borgarlandslsaginu í Gamla bíói þann 19. nóvember næstkomandi.

Tilgangur ráðstefnunnar er að opna umræðuna um arfleið bygginarlistar 20. aldar, jafnvel okkar alræmdustu húsa og vekja athygli á þeim tækifærum sem liggja á mörkum friðunar, verndunar og endurnýtingu þessara bygginga. Ráðstefnan stendur í einn dag og verður skipt í tvo hluta.

Fyrir hádegi verður áherslan á verndun módernískra bygginga en eftir hádegi verður sjónum beint að endurnýtingu og breytingum á þessum byggingum, en ekki síst þeim tækifærum sem liggja á mörkum á milli þessara hugtaka.

Fyrirlesarar verða bæði íslenskir og erlendir. Má þar nefna Pétur H. Ármannsson arkitekt, Halldór Eiríksson frá T.ark, Christophe Egret arkitekt frá Studio Egret West Í London, Peder Elgaard arkitekt frá Árósum og Brendan Mcfarlane arkitekt frá Jacob + Mcfarlane í París.

Nánar um fyrirlesara á heimasíðu T.ark arkitekta.


 


















Yfirlit



eldri fréttir