Fréttir

4.11.2015

Gagarín hlaut tvenn verðlaun á þýsku hönnunarverðlaununum


Frá mannréttindasýningunni í Kanda.

Gagarín hlaut tvenn verðlaun í þýsku hönnunarsamkeppninni German Design Awards 2016. Gagarín var verðlaunað fyrir gagnvirk atriði í Villhreindýrasýningu í Noregi og Mannréttindasafninu í Kanada. Alls fékk fyrirtækið fjórar tilnefningar, en hin verkefnin sem hlutu tilnefningu voru Eldheimasýningin í Vestmannaeyjum og Olíusýningin í Oslo.


Þýsku hönnunarverðlaunin eru alþjóðleg verðlaun sem voru stofnuð af German Design Council. Keppnin er ætluð sem vettvangur til að kynna og verðlauna framúrskarandi nútímahönnun og er hönnuðum sem hafa sýnt árangur boðið til þátttöku í keppninni ár hvert. Verðlaunaafhendingin fer fram í Þýskalandi í febrúar 2016.

Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaunin sem Gagarín hlýtur á árinu en fyrr á árinu hlaut fyrirtækið heiðursverðlaun SEGD og tvenn verðlaun á European Design Awards.


Villihreindýrasýningin.

Umsögn dómnefndar um Villihreindýrasýninguna:
"Heillandi sýning í Hardangervidda þjóðgarðinum, 13 gagnvirkar stöðvar þar sem gestir geta lært nánast allt um hreindýr, þar á meðal uppruna þeirra, líffræði og félagslega hegðun.  Upplýsingunum sem er miðlað eru unnar úr vísindalegum gögnum en matreiddar á einstaklega skemmtilegan og spennandi hátt. Aðlaðandi sýning, bæði hvað varðar sjónræna framsetningu og innihald, sem tekur gestinn á ógleymanlegt ferðalag í gegnum heim hreindýrsins um leið og hún vekur fólk til umhugsunar um þessa dýrmætu dýrategund sem er í útrýmingarhættu.“

Dómnefnd: Prof. Mike Richter | Philipp Thesen | Prof. Eku Wand


Olíusýningin í Osló.

Umsögn dómnefndar um Mannréttindasýninguna:
"Mannréttindasýningin í Kanada sem opnaði í september 2014 og er tileinkuð mannréttindamálum, stöðunni í dag, sögulegum atburðum og framtíðarhorfum.  Sýningin sem hefur sterkt samfélagslegt gildi mun seint líða fólki úr minni. Gagnvirku atriðin þrjú (hönnuð af Gagarín) – sem hvert um sig er mjög áhrifaríkt –gera umfjöllun um alþjóðleg mannréttindamál að sterkri upplifun fyrir gesti og ýta undir umræðu .

Dómnefnd: Michel Casertano | Dr. Angelika Nollert | Prof. Hartmut A. Raiser--
















Yfirlit



eldri fréttir