Fréttir

26.10.2015

Landspítalinn opnar nýtt móttökusvæði kvennadeildarhúss



Miðvikudaginn 28. október opnar Landspítalinn nýtt móttökusvæði kvennadeildarhússins. Unnið var að endurbótum í þverfaglegu samstarfi hönnuða, Líf styrktarfélags, sérfræðingum kvennadeildar og Landspítala, en samstarfið hófst vorið 2012 með námskeiði í upplifunarhönnun við Listaháskóla Íslands.


Frá þessum tíma þar til nú hafa, auk móttökusvæðsins, nokkur minni rými kvennadeildar einnig verið endurhönnuð út frá sömu grunngildum.

Í kynningu segir: „Unnið er út frá þeirri grundvallarhugsun að fólk eigi að vera í öndvegi og útgangspunktur hönnunarinnar er bætt upplifun þeirra sem í hlut eiga, enda sýna rannsóknir fram á að manngert umhverfi hefur áhrif á líðan fólks og því mikilvægt að stuðla að því að rýmið og viðmótið styðji við vellíðan og heilbrigði.

Í þessum hluta verkefnisins er sérstakri athygli beint að merkingakerfi, viðmóti og upplýsingagjöf, enda ljóst að stór hluti skjólstæðinga fyllist óöryggi og streitu við það að leita uppi þá þjónustu sem þeir þurfa.“

Hönnuðir verkefnisins eru:

Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir, HAF Studio
Hlín Helga Guðlaugsdóttir upplifunarhönnuður, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands
Lóa Auðunsdóttir grafískur hönnuður, aðjúnkt við Listaháskóla Íslands.

Móttökusvæðið verður opnað með viðhöfn þann 28.október nk. kl 16:30 - 17:30 á kvennadeild Landspítalans (gengið inn af bílaplani við Barónsstíg).

Viðburður á facebook
















Yfirlit



eldri fréttir