Frestur til að senda inn tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2015 hefur verið framlengdur til miðnættis mánudaginn 26. október.
Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra en markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. Sjá nánar
hér.
Hvaða verk ætlar þú að tilnefna til Hönnunarverðlauna Íslands 2015?
Vekjum athygli á nýjum flokki í ár;
Besta fjárfesting í hönnun 2015, sem er ný viðurkenning, veitt fyrirtæki sem hefur hönnun og arkitekúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina.