Allar upplýsingar um skráningar má finna á honnunarmars.is
Opið er fyrir skráningar í dagskrá HönnunarMars sem fram fer í áttunda sinn dagana 10. – 13.mars 2016. Frestur til að skrá viðburði rennur út á miðnætti 17.janúar.
HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar íslenskrar hönnunar. Á hátíðinni fara fram viðskiptastefnumót, ný hönnun er frumsýnd og innblástur má sækja víða á sýningum, fyrirlestrum, uppákomum og innsetningum en um 100 viðburðir eru á dagskrá ár hvert.
-
Allir félagsmenn fagfélaganna níu sem eiga Hönnunarmistöð Íslands hafa forgang til þátttöku. Íslenskir hönnuðir, arkitektar, verslanir og fyrirtæki sem selja eða framleiða íslenska hönnun.
-
Allar skráningar eru umsóknir um þátttöku og stjórn HönnunarMars velur úr skráningum
-
Þátttakendur greiða fyrir skráningu viðburðar og innifalið í því er birting viðburðar í bækling, app og á dagskrársíðu honnunarmars.is og designmarch.is.
Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband í tölvupósti á sara@honnunarmidstod.is og í síma Hönnunarmiðstöðvar Íslands: 771 2200.
Einnig hvetjum við alla hönnuði og arkitekta sem ætla að taka þátt í HönnunarMars til að finna „Hönnuðir hittast“ hópinn á facebook. En þangað rata inn hagnýtar upplýsingar um sitthvað sem tengist hátíðinni.
Smelltu hér til að skrá viðburð!
Mikilvægt að vera með allt á hreinu fyrir HönnunarMars! Þessi veggspjöld geta hönnuðir og arkitektar nálgast í Hönnunarmiðstöð, Vonarstræti 4b.