Fréttir

12.10.2015

Hönnuðir hittast á Holtinu



Fyrsti fundur Hönnuðir hittast fyrir HönnunarMars 2016 verður haldinn miðvikudaginn 14. október. Hönnuðir hittast eru opnir fræðslu- og spjallfundir sem Hönnunarmiðstöð hefur staðið fyrir í aðdraganda HönnunarMars síðustu 4 ár. Í vetur verða fundirnir sex og mun sá fyrsti fara fram á Holtinu kl. 17.15.

Á fundinum verður farið yfir umgjörð hátíðarinnar almennt og hvernig fyrirkomulagi hennar er háttað. Þá mun Hlín Helga Guðlaugsdóttir kynna þemað fyrir DesignTalks í ár og Sari Peltonen fara yfir DesignMatch.

Hvetjum hönnuði og arkitekta til að kíkja, þrátt fyrir að ákvörðun hafi ekki verið tekin um þátttöku á hátíðinni. Alltaf gaman að hittast í happy!

Einnig vekjum við athygli á Hönnuðir hittast hópnum á Facebook, hann finnið þið hér.


Nánar um Hönnuðir hittast

Hönnuðir hittast eru opnir fræðslu- og spjallfundir sem snúast að miklu leyti um HönnunarMars og sitthvað hagnýtt sem tengist þátttöku í hátíðinni. Einnig er fundunum ætlað að taka á viðfangshefnum sem tengjast hönnunarsenunni í víðara samhengi. Starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar og góðir gestir úr hönnunarsamfélaginu taka til máls.

Fundirnir eru upplagðir ef:

    • Þú hefur áhuga á því að vera með viðburð á HönnunarMars 2015
    • Þú vilt fá hagnýtar upplýsingar um þátttöku á HönnunarMars 2015
    • Þig langar til að nýta þau tækifæri til fullnustu sem HönnunarMars getur gefið þér
    • Þú vilt tengast fólki í hönnunargeiranum og/eða bæta tengslanet þitt enn betur

Hönnuðir hittast einu sinni í mánuði í aðdraganda HönnunarMars, dagsetningar fyrir HönnunarMars 2016 eru eftirfarandi:

14. október
12. nóvember
10. desember
7. janúar
4. febrúar
3. mars


















Yfirlit



eldri fréttir