Mynd frá tískusýningu Farmers Market á RFF 2014
Í lok september býður Endurmenntun upp á námskeið um uppruna og sögu íslensku lopapeysurnnar.
Námskeiðið fer fram 29. september og 6. október og er í umsjón Ásdísar
Jóelsdóttur, lektor við Menntavísindasvið HÍ og hönnuður, en markmið námskeiðsins er að rýna í niðurstöður nýrrar rannsóknar á uppruna lopapeysunnar og þátt hennar í textíl- og hönnunarsögu þjóðarinnar.
Lopapeysan er hluti af hönnunar-, iðnaðar-, og útflutningssögu þjóðarinnar og hefur þannig marga snertifleti. Á myndrænan hátt veðra skoðaðir hinir fjölmörgu áhrifavaldar sem átt hafa þátt í mótun og tilvist hennar sem mikilvæg þjóðararfleið.
Á námskeiðinu er fjallað um:
• Forsögu og forsendur íslensku lopapeysunnar
• Hina fjölmörgu áhrifavalda sem áttu þátt í að marka upphaf, hönnun og þróun lopapeysunnar
• Forvera lopapeysunnar og þróunina í munsturgerðinni
• Lopapeysuna sem hluta af handverks-, hönnunar-, iðnaðar- og útflutningssögu þjóðarinnar
Ávinningur:
• Að greina hvaðan lopapeysan á uppruna sinn
• Að kynnast forverum lopapeysunnar og munsturþróuninni
• Að greina áhrifavaldana
• Að þekkja uppruna, hönnun og þróun lopapeysunnar
Fyrir hverja:
Námskeiðið hentar öllum áhugasömum og höfðar sérstaklega til þeirra sem starfa að miðlun þjóðararfsins á einhvern máta, kennara, safn- og þjóðfræðinga, hönnuða og annarra sem starfa innan ferða-, safna- og menningarumhverfisins.
Nánari upplýsingar
hér.