Fréttir

14.9.2015

15 ferðastyrkir veittir í þriðju úthlutun hönnunarsjóðs 2015



Hönnunarsjóður úthlutar nú ferðastyrkjum í þriðja skipti til hönnuða og arkitekta, alls 1,5 milljón króna, fyrir árið 2015. Hver ferðastyrkur er að upphæð 100.000kr.

41 umsóknir bárust sjóðnum um ríflega 60 ferðastyrki. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða sem eru að stíga sín fyrstu skref og reyndari hönnuða sem hyggja á frekari landvinninga sem og vítt og breitt um hönnunarsviðið. Hvoru tveggja er mjög mikilvægt fyrir íslenskt hönnunarsamfélag.

Eftiraldir umsækjendur hlutu ferðastyrk að upphæð 100.000kr.

Aníta Hirlekar
Egill Gauti Þorkelsson
Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Guðrún Valdimarsdóttir    
Gunnar Vilhjálmsson
Katla Maríudóttir
Katrín Ólína Pétursdóttir
Kjartan Óskarsson
Kristján Eggertsson
Margrét Guðnadóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Sif Baldursdóttir    
Sigríður Hjaltdal    
Þórunn Hannesdóttir

Opið er fyrir umsóknir um næstu úthlutun, í þessari atrennu er hægt að sækja um ferðastyrki, þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki og markaðs- og kynningarstyrki. Þetta er fjórða og síðasta úthlutunin á árinu, en umsóknarfrestur er til 8. október. Nánar hér.

Um hönnunarsjóð

Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 45 milljónir króna.

Meginhlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, ásamt atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.

sjodur.honnunarmidstod.is




















Yfirlit



eldri fréttir