Fréttir

9.9.2015

Íslenskir hönnuðir sýna á Révélations í París



Grand Palais í París

Révélations - Fine Craft and Creation Fair er alþjóðlegur tvíæringur sem fram fer í París í annað skiptið dagana 10.-13. september. Sýningin fer fram í Grand Palais, einu stærsta sýningarrými í París, en þar fara fram um 40 sýningar árlega með 2,5 milljón gesti.

Á Révélations fara fram þverfaglegar ráðstefnur og málstofur um efnahags- og menningarmálefni innan skapandi greina, sérvaldar kvikmyndir, vinnustofur og tvær sýningar: Le Banquet og Magic Language // Game of Whispers.

Hátt í 340 þátttakendur frá 15 löndum sýna um helgina, þar af 12 íslenskir hönnuðir. Þeir eru:

Íslenskir þátttakendur í Le Banquet:

MÓT (Baldur Helgi Snorrason, Guðrún Harðardóttir og Katla Maríudóttir)
STAKA (María Kristín Jónsdóttir)


Verk eftir STAKA og MÓT sem verða til sýnis.

Íslenskir þátttakendur í Magic Language // Game of Whispers:

Helga Ósk Einarsdóttir
Hlutagerðin ( Elín Bríta, Hjörtur Matthías Skúlason og Hrönn Snæbjörnsdóttir)
Orri Finn
Hanna Dís Whitehead
Þórunn Árnadóttir



Verk eftir Þórunni Árnadóttur, Hönnu Dís Whitehead og Hlutagerðina sem verða til sýnis.




Verk eftir Helgu Ósk Einarsdóttur og Orra FInn sem verða til sýnis.


Um sýningarnar

Le Bangquet

Sérstök sýning á verkum frá öllum þeim 15 þjóðlöndum sem taka þátt í Révélations. Valin hafa verið framúrskarandi verk sem eiga að varpa ljósi á samtíma listhandverk í þessum löndum.

Nánar um sýninguna hér.


Magic Language // Game of Whispers

Sýningin sem mótuð er eftir einskonar hvísluleik, þar er eitt verk valið af sýningarstjóra sem síðan varpar verkinu áfram til sýningarstjóra næsta lands. Sá sýningarstjóri velur því næsta verk sem kallast á við verkið sem hann fékk sent. Þátttakendur eru frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, hvert með einn sýningarstjóra sem sendu verkin áfram, koll af kolli, þar til búið var að fara fimm hringi og velja samtals 25 verk.

Nánar um sýninguna hér.


Revelations var  fyrst haldið fyrir tveimur árum en þá voru það 267 aðilar sem sýndu og kynntu listhandverk sitt í Grand Palais fyrir rúmlega 33.000 gestum. Stefnt er að því að halda þennan viðburð annað hvert ár. Suður Kórea er sérstakur heiðursgestur að þessu sinni og munu 22 listamenn þaðan sýna og kynna verk sín.

Heimasíða Revelations - Fine Craft og Creation Fair.


Handverk og hönnun er hluti norrænna samtaka sem kallast Nordic Network of Crafts Associations (NNCA) og hafa staðið að undirbúningi þessara sýninga.

NNCA er skipað Danske Kunsthåndværkere (DK), Konsthantverkscentrum (SE), HANDVERK OG HÖNNUN (IS), ORNAMO (FI) og Norwegian Crafts (NO). Þessi samtök vinna mikilvægt starf í að styrkja stöðu og kynna norrænt listhandverk heima og heiman og er þátttaka í þessari sýningu í París liður í því starfi.


Verkefnið The Nordic Craft Pavilion er styrkt af Norrænu menningargáttinni og Norræna menningarsjóðnum og er NNCA í samstarfi við norrænu sendiráðin og norrænar stofnanir í París. Þátttaka Handverks og hönnunar í þessu verkefni er styrkt af Mennta-og menningarmálaráðuneytinu og Icelandair.



















Yfirlit



eldri fréttir