Í vetur mun Arkitektafélagið gangast fyrir mánaðarlegum opnum þemafundum, kallaðir Samtal, þar sem afmörkuð mál/þemu verða rædd. Fyrsti fundurinn verður n.k. miðvikudag 9. september kl. 12 í Hannesarholti og verður þemað um staðsetningu Landsbankans.
Dagskrá:
- Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans fer yfir forsöguna og forsendur bankans.
- Sigurður Einarsson hjá Batteríinu og höfundur deiliskipulagsins fer yfir forsögu og forsendur þess.
Landsbankinn býður upp á léttan hádegissnæðing.