Fréttir

7.9.2015

Katrín Ólína og Hugdetta á Helsinki Design Week



Katrín Ólína og hönnunarteymið Hugdetta taka þátt í Helsinki Design Week, sem á sér stað dagana 3.-13. september.

Cumulab1

Katrín Ólína kemur til með að sýna Cumulab1, sem er þróunarverkefni um samstarf hennar og ADD (Aalto University Digital Design Laboratory) í Helsinki, þar sem hönnun, vísindum og tækni er fléttað saman til að að prenta út með 3-víddar prent tækni seríu af hönnunargripum.


Mynd: Cumblab


Verkefnið hefur verið í vinnslu frá því í janúar 2014 og þróast úr rannsókn yfir í verkefni og vöruþróun. Verkefnið sem sækir innblástur til rúnamyndmáls og generatífra ferla í náttúrunni er formgert í 40 mismunandi skart-verndargripum sem tileinkaðir eru persónueignleikum okkar eða erkitýpum sem notendur geta fundið sig í. Gripirnir eru framleiddir úr bronsi af Kalevala Koru, stærsta skartgripaframleiðanda Finnlands með 3-víddar prenttækni.


1+1+1

Vöruhönnuðurnir Róshildur Jónsdóttir og Snæbjörn Stefánsson, sem mynda hönnunarteymið Hugdetta, taka þátt í Helsinki Design Week, ásamt Finnskum hönnuðunum Aalto&Aalto og Petru Lilju sænskum hönnuði. Þessi grúppa sýndi á Hönnunarmars á þessu ári undir heitinu 1+1+1 og er þetta framhald á því samstarfi.



Mynd: 1+1+1

Í kynningu segir:

„1+1+1 Óútreiknanlegt hönnunarsambland Íslands, Svíþjóðar og Finnlands. Samstarfsverkefni Hugdettu, Petru Lilju og Aalto+Aalto hönnunarfyrirtækjanna. Hugmyndin af þessu verkefni varð til út frá hinum ýmsu sameiginlegu þáttum þessara þriggja fyrirtækja sem hafa myndað vinskap sín á milli á síðustu árum.“

Fyrirtækin hafa sýnt nokkrum sinnum saman á samsýningum í hinum ýmsu Norðurlöndum og hefur því myndast virðing þeirra á milli. Ákveðið var að þróa nýja hugmyndafræði vöruhönnunar sem byggir á trausti milli þessara aðila. Ákveðið var að hanna einn hlut sem yrði í þremur pörtum.

Í fyrstu tilraun var ákveðið að hanna lampa. Hvert fyrirtæki hannaði því stand, fót og skerm. Með þessum hætti var hægt að mynda 27 lampagerðir í heildina. Hópurinn sýndi fyrst á HönnunarMars 2015 og kemur saman aftur á Helsinki Design Week þar sem nýtt viðfangsefni verður afhjúpað.


Nánari upplýsingar á www.helsinkidesignweek.com
















Yfirlit



eldri fréttir