Fréttir

24.8.2015

Fyrirlestur með Sascha Lobe og sýning í LHÍ



Miðvikudaginn 26. ágúst kl. 16:00 heldur Sascha Lobe, grafískur hönnuður og prófessor, fyrirlestur á vegum Hönnunar- og arkitektúrdeildar í fyrirlestrasal A, Þverholti 11. Frítt inn og allir velkomnir!

Sascha Lobe er grafískur hönnuður búsettur í Stuttgart í Þýskalandi. Hann rekur framsækna stofu í grafískri hönnun undir heitinu L2M3 og hefur verið prófessor í leturfræði við HfG Offenbach am Main í Þýskalandi síðan 2010.

Í fyrirlestri sínum mun hann segja frá stofunni sinni og spennandi verkum sem hann hefur unnið að á undanförnum árum. Eins mun hann fjalla um skólaverkefni í leturfræði og leturhönnun.



Sasha Lobe, grafískur hönnuður og prófessor.


Að loknum fyrirlestri, klukkan 17, verður opnuð sýningin Scratching The Edge, Cutting The Surface, sem er afrakstur leturrannsókna nemenda hans. Nemendurnir verða viðstaddir opnunina

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

Viðburður á facebook.

The lecture is in English and open to the public.


















Yfirlit



eldri fréttir