Fréttir

18.8.2015

Fyrirlestur um Kristínu Guðmundsdóttur innanhússarkitekt


Kristín Guðmundsdóttir að störfum.

Í tilefni af útgáfu Kristín Guðmundsdóttir Híbýlafræðingur / Interior Designer mun Halldóra Arnardóttir, ritstjóri bókarinnar, halda hádegisfyrirlestur í Þjóðminjasafninu, föstudaginn 21. ágúst kl. 12:15-13:00.

Kristín Guðmundsdóttir (f.1923) híbýlafræðingur er frumkvöðull á sínu sviði. Hún kom heim úr námi frá Bandaríkjunum árið 1947 og átti frumkvæði að nýjungum í hagræðingu innanhúss og hönnun eldhúsinnréttinga, notkun heimilistækja og litasamsetninga. Þær breytingar voru fyrirboði um nýja lífshætti landsmanna sem Kristín styrkti ekki aðeins í hönnun heldur líka með nýju vinnuskipulagi og matreiðsluaðferðum.



Væntanleg í bókabúðir.                                      


Halldóra Arnardóttir ritstýrir bókinni en auk hennar skrifa frú Vigdís Finnbogadóttir, Katerina Rüedi Ray, Elísabet V. Ingvarsdóttir og Javier Sánchez Merina kafla í bókina. David Frutos er höfundur nýrra ljósmynda sem gefa útgáfunni sérstakt gildi.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út.

 



















Yfirlit



eldri fréttir