Cycle listahátíð verður haldin í fyrsta skipti í sumar, dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi.
Hátíðin leiðir saman bæði stórstjörnur úr listaheiminum eins og
Ólaf Elíasson, Gjörningaklúbbinn og
Simon Steen-Andersen og rísandi stjörnur eins og
Eyvind Gulbrandsen, strengjasveitina
Skark og slagverkstríóið
Pinquins.
Á hátíðinni verður boðið upp á tækifæri til að kanna samruna og samskeyti listformanna, þar sem verkefnin á hátíðinni teygja anga sína út fyrir hið hefðbundna form. Alþjóðlegt listafólk sem allt getur talist frumkvöðlar á sviði nýrrar tónlistar, gjörningalistar,myndlistar, hljóðlistar og arkitektúrs kemur fram á hátíðinni og vinnur saman að listsköpun sem hverfist þó alltaf um tónlist.
Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af tónleikum, gjörningum, listasýningu, listakvikmyndasýningum, vinnustofum og málþingum. Dagskrá hátíðarinnar má finna á
heimasíðu hátíðarinnar og hana er hægt að hlaða niður sem einnar blaðsíðu PDF skjali
HÉR.
Cycle á Facebook
Cycle á Twitter
Cycle á Instagram