Fréttir

2.7.2015

Rekstrarnám fyrir hönnuði



Opni háskólinn býður upp á nýja námslínu í haust fyrir hönnuði og listafólk. Á námskeiðinu fá hönnuðir tæki og tól sem þeir geta nýtt sér til að koma vöru sinni á framfæri og fá tækifæri til að kynnast viðskiptaumhverfinu betur.

Rekstrarnám fyrir hönnuði er námslína sem hugsuð er fyrir hönnuði sem vilja byggja upp viðskiptalegan grunn fyrir hönnun sína. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, samningatækni, markaðsmál og verkefnastjórnun. Einnig læra nemendur um viðskiptaumhverfi hönnuða, stefnumótun og framleiðslu og útflutning.

Meðal kennara eru Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Rúnar Ómarsson, stofnandi Nikita Clothing og forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Lauf Forks Ltd., og Jón Hreinsson, fjármálastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar um námið.

















Yfirlit



eldri fréttir