Fréttir

3.7.2015

Brynjar Sigurðarson með „pop-up“ vinnusmiðju/verslun í júlí


Hér má sjá dæmi um verk á sýningunni

Brynjar Sigurðarson, vöruhönnuður, hefur opnað tímabundna vinnustofu/ sýningarrými í húsnæði Crymogeu, Barónstíg 27. Vinnustofan ber heitið Góðir vinir/ Good Friends og verður opin í allan júlí.

Brynjar, sem nýlega hlaut svissnesku hönnunarverðlaunin, Swiss Design Awards 2015, í flokki vöru- og hlutahönnunar, kemur til með að sýna samansafn af hlutum sem hann hefur unnið að sem og ný verkefni sem hann hyggst þróa áfram í júlí.

Ásamt Brynjari er Veronika Sedlmair, innanhúsarkitekt/ hönnuður, en til samans reka þau hönnunarstúdíóið Studio Brynjar & Veronika í Berlín. Einnig kemur Frosti Gnarr, grafískur hönnuður, til með að taka þátt í verkefninu.


Vinnustofan/ sýningin er í húsnæði Crymogea Barónstíg 27, allir velkomnir!

Sem fyrr segir er vinnustofan/ sýningin opin út júlí og er gestum og gangandi velkomið að kíkja við og kynna sér vinnu þeirra og verkefni, en einnig verður hægt að kaupa einstaka verk á staðnum.



Verk af sýningunni

Hægt er að kynna sér verk Brynjars á www.biano.is

Hér má finna Studio Brynjar & Veronika á facebook.

















Yfirlit



eldri fréttir