Fréttir

18.6.2015

Brynjar Sigurðarson hlýtur Swiss Design Awards 2015


Brynjar við verðlaunaafhendinguna þann 15. júní.

Brynjar Sigurðsson, vöruhönnuður, er einn þeirra sem hlýtur svissnesku hönnunarverðlaunin, Swiss Design Awards 2015, í flokki vöru- og hlutahönnunar.

Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1918 og var tilkynnt um þá átján verðlaunahafa sem hljóta heiðurinn í ár í Basel þann 15. júní síðastliðinn.

Verðlaun eru veitt í sex flokkum, og er Brynjar einn af þremur sem hlutu verðlaunin í flokki vöru- og hlutahönnunar. Brynjar er verðlaunaður fyrir verkefnið The Silent Village Collection.

Brynjar sem er nýorðinn 29 ára, lærði vöruhönnun við Listaháskóla Íslands og hinn virta svissneska hönnunarskóla ECAL. Hann hefur verið búsettur í Sviss undanfarin sex ár og er fyrsti Íslendingurinn til að vera tilnefndur til verðlaunanna.


Borð úr seríunni The Silent Village Collection.

Sjáið fleiri verkefni eftir Brynjar á www.biano.is

Smelltu hér til að lesa viðtal við Brynjar um tilnefninguna.
Smelltu hér til að lesa nánar um verðlaunin.
















Yfirlit



eldri fréttir