Fréttir

15.6.2015

Nýja Ísland opnar í Spark Design Space á 17. júní



Sýningin Nýja Ísland eftir Bjarna H. Þórarinsson opnar í Spark Design Space á 17. júní. Þar verður kynntur afrakstur nýjustu deildar Vísindaakademíunnar, Donettur.

Líkt og orðum og hljóðum er raðað upp í sonnettum og ljóðum er ljósmyndum og landslagi raða upp í donnettum. Donnettuna hugsar Bjarni sem nýtt listform sem hver sem er getur unnið með, líkt og hver sem er getur ort ferskeytlu.

Uppbygging verkanna lýtur að mörgu leyti svipuðum lögmálum og ljóð. Hvert sjónarhorn á náttúruna í ljósmyndunum er eins og stef sem endurtekið er misoft, með tilbrigðum. Stefin fléttast svo hvert við annað í taktföstum breytilegum hrynjanda.

Samtímis verða til sýnis veggspjöld hönnuð af Goddi fyrir einka- og samsýningar Bjarna en þeir eiga að baki langt og farsælt samstarf.

Nánar á heimasíðu Spark Design Space.

Spark er opið virka daga frá 10–18 og frá 12–16 á laugardögum. Sýningin stendur til 17. september.


















Yfirlit



eldri fréttir