Fuzzy kollur Sigurðar Helgasonar var í aðalhlutverki á opnunarhátíð á vegum Index Design, sem haldin var í Montreal í Canada þann 21. maí.
Opnunarhátíðin er veglegur viðburður þar sem allir helstu arkitektar og hönnuðir í Montreal sækja. Þá er gefið út tímarit á vegum hátíðarinnar en í ár var kollurinn valinn til þess að prýða forsíðuna.
Sigurður Helgason hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy kollinn árið 1972. Þetta er lítill kollur með sútaðri lambsgæru. Sigurður notar gæruna óklippta eins og hún kemur af kindinni og eru fæturnir eru renndir úr fjölbreyttum viðartegundum.
Index design á facebook