Fréttir

2.6.2015

Fögnuður vegna stofnunar Hollvinafélags LHÍ þann 11. júní


(ath. gengið inn við hliðina á Grillmarkaðnum)

Fögnuður vegna stofnunar Hollvinafélags Listaháskóla Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. júní frá kl. 17.-19.

Stutt dagskrá, fyrsta stjórn félagsins kosin og léttar veitingar í boði undir tónum Áskels Harðarsonar (DJ Housekell).

Félagið er stofnað af fyrrverandi nemendum skólans, en vonast er eftir fjölmenni til þess að fagna þessum merka áfanga.
 
Útskrifuðum nemendum Listaháskólans er boðið að vera hollnemar ásamt þeim sem útskrifuðust frá Myndlistar- og handíðarskólanum og Leiklistarskóla Íslands. 

Undirbúningshópur félagsins samanstendur af eftirfarandi aðilum:
 
Davíð Ingi Bustion (fulltrúi nemendafélags LHÍ)
Hrafnkell Pálmarsson (tónlistardeild)
Hrólfur Karl Cela (hönnunar- og arkitektúrdeild og listkennsludeild)
Lóa Auðunsdóttir (hönnunar- og arkitektúrdeild)
María Dalberg (myndlistardeild)
Sigurður Atli Sigurðsson (myndlistardeild)
Vigdís Másdóttir (listkennsludeild og sviðslistadeild)
Björg J. Birgisdóttir (námsstjóri við LHÍ)



















Yfirlit



eldri fréttir