Fréttir

4.6.2015

„Fifty dining“ eftir Dögg Guðmundsdóttir valinn á danska hönnunarsýningu



“Fifty dining“ verður sýningargripur á 100 ára afmælissýningu kosningarréttar danskra kvenna.


Formfagur stóll Daggar Guðmundsdóttur, „Fifty dining“ hefur verið valinn sem einn af sýningargripum á hönnunarsýningunni „Kvinder i dansk møbeldesign“ í Trapholt í Danmörku sem opnar 10. júní og stendur til 24. janúar. Sýningin er haldin í tilefni 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna í Danmörku og skartar verk eftir heimsþekkta danska hönnuði eins og Nönna Ditzel og Louise Campbell.

Sýningunni er ætlað að gefa heildarsvip af sögu danskrar húsgagnahönnunar frá 1895 til dagsins í dag. Meira má sjá um sýninguna hér.

Dögg lauk meistaraprófi í Hönnun í Royal Danish Academy of Fine Arts árið 2011 og hefur síðan unnið með ýmsum framleiðendum eins og t.d Ligne Roset, Christofle, B-Sweden, Elementi, Sólóshúsgögn, Frogne og Norr 11 ásamt að hafa sýnt vörur í New York, Frankfurt, Barcelona, Rio de Janeiro and Tokyo hvorki meira né minna.

Smelltu hér til að skoða fleiri verk eftir Dögg.

Trapholt Museum

















Yfirlit



eldri fréttir