Fréttir

4.6.2015

Gagarín hlaut tvenn verðlaun á European Design Awards



Gagarín hlaut bæði gull- og silfurverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards fyrir gagnvirk sýningaratriði sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi og Kanada. Fulltrúi Gagarín tók á móti verðlaununum síðastliðna helgi á veglegri hátíð í Istanbul í Tyrklandi.

Gagarín fékk gullverðlaun fyrir sýningaratriði sem gerð voru fyrir Vísinda- og tæknisafnið í Osló í samvinnu við fyrirtækið CoDesign. Sýningin tvinnar saman sögur sem tengjast olíuiðnaðinum, allt frá uppruna olíu og gass fyrir miljónum ára til dagsins í dag. Verkefnið hlaut einnig viðurkenningu á árlegri uppskeruhátið Félags íslenskra teiknara í mars á þessu ári í flokknum gagnvirk miðlun. Silfrið hlutu þau svo fyrir stafræn sýningaratriði fyrir Mannréttindasafnið í Kanada. Nánari upplýsingar um verkefnin og þennan frábæra sigur hér.

Gagarín er framarlega á sviði stafrænnar hönnunar og í framleiðlsu á gagnvirkum sýningum. Fyrirtækið starfar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja skapa áhugaverða upplifun um leið og fræðslu og upplýsingum er komið á framfæri. Meðal sýninga sem Gagarín hefur komið að hér á landi eru Eldheimar í Vestmannaeyjum, Hvalasafnið og sýning um endurnýjanlega orkugjafa fyrir Landsvirkjun í Búrfellsstöð.

Í síðasta tölublaði HA má finna ítarlegt viðtal við Ástu Olgu Magnúsdóttur sem skoða hér.
















Yfirlit



eldri fréttir