Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur sumar markaður hannaður og stýrður af Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Laufeyju Jónsdóttur, fyrir bæði eintaklinga og fyrirtæki sem verður haldin sex laugardaga í sumar. Vertu með!
Bernhöfts Bazaar er útimarkaður hannaður og stýrður af fatahönnuðunum Þóreyju Björku Halldórsdóttur og Laufeyju Jónsdóttur og er partur af Torg Í Biðstöðu verkefni Reykjavikurborgar. Markaðurinn er haldin á Bernhöftstorfunni í sumar og fær mismunandi þemu alla þá 6 laugardaga sem hann mun standa yfir og myndar þannig fjölbreytta og lifandi dagskrá. Í tengslum við þemu hvers markaðar verða uppákomur þar sem gestir geta fengið sér sæti, verslað kaldar veitingar og notið samveru og sumarblíðu.
Þemu og dagsetningar Bazaarsins eru:
20.6. tónlist,
27.6. plöntur,
04.7. bretti- & hjól,
11.7. leikföng,
18.7."beint frá ömmu"
25.7. list.
Óskað er eftir þátttakendum fyrir markaðina bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Valið er úr umsóknum fyrir hvern markað.
Frekari upplýsingar má nálgast á
www.bernhoftsbazaar.net
Umsóknir & fyrirspurnir skulu sendast á bernhoftsbazaar@gmail.com