Fréttir

5.6.2015

Opið fyrir umsóknir fyrir sumarmarkað Bernhöfts Bazaar



Bernhöfts Bazaar er nýr og skemmtilegur sumar markaður hannaður og stýrður af Þóreyju Björk Halldórsdóttur og Laufeyju Jónsdóttur, fyrir bæði eintaklinga og fyrirtæki sem verður haldin sex laugardaga í sumar. Vertu með!

Bernhöfts Bazaar er útimarkaður hannaður og stýrður af fatahönnuðunum Þóreyju Björku Halldórsdóttur og Laufeyju Jónsdóttur og er partur af Torg Í Biðstöðu verkefni Reykjavikurborgar. Markaðurinn er haldin á Bernhöftstorfunni í sumar og fær mismunandi þemu alla þá 6 laugardaga sem hann mun standa yfir og myndar þannig fjölbreytta og lifandi dagskrá. Í tengslum við þemu hvers markaðar verða uppákomur þar sem gestir geta fengið sér sæti, verslað kaldar veitingar og notið samveru og sumarblíðu.

Þemu og dagsetningar Bazaarsins eru:
20.6. tónlist,
27.6. plöntur,
04.7. bretti- & hjól,
11.7. leikföng,
18.7."beint frá ömmu"
25.7. list.

Óskað er eftir þátttakendum fyrir markaðina bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Valið er úr umsóknum fyrir hvern markað.

Frekari upplýsingar má nálgast á www.bernhoftsbazaar.net

Umsóknir & fyrirspurnir skulu sendast á bernhoftsbazaar@gmail.com
















Yfirlit



eldri fréttir