Sælgætisframleiðendurnir og brautriðjendurnir hjá Omnom hafa vakið mikla athygl bæði hér og erlendis fyrir sérsstæða og framúrstefnulega umbúðahönnun svo að það skildi því engum undra að óvörum þegar þeir unnu til bronsverðlaunana á European Design Awards 2015.
„Samband viðskiptavinarins við vöruna hefst og endar á umbúðunum, svo við vildum sjá til þess að það væri eftirminnilegt. Við einsettum okkar að hanna umbúðir fyrir Omnom súkkulaðið sem myndu bæði auka virði og notagildi vörunnar” kemur fram í lýsingu OmNom á pakkningum sínum.
Sælgæti OmNom ætti ekki að hafa farið framhjá neinum íslendingi en þeir framleiða hágæða súkkulaði úr hráefni sem sótt er hvaðan af úr heiminum. Oft er hráefnunum blandað saman á nýjan og skemmtilegan hátt og hafa umbúðirnar vakið mikla athygli. Þú getur skoðað alla línu Omnom
hér.
European Design Awards eru veit árlega en meðal annara íslenskra sigurvegara má nefna
Gagarín og Örn Smára.
Hönnunarmiðstöð hvetur fleiri íslenska hönnuði til að feta í fótspor þeirra og fara strax að huga að sækja um fyrir næsta ár. Sjáðu meira um það
hér.