Undirbúningshópur fyrrum nemenda úr öllum deildum Listaháskóla Íslands vinnur nú að stofnun Alumni félags.
Megin tilgangur félagsins verður að efla tengingu skólans við fyrrum nemendur sína og hvetja til aukinnar umræðu um mál sem snúa meðal annars að námi, kennslu og rannsóknum Listaháskólans.
Allir fyrrum nemendur Listaháskólans, auk þeirra sem útskrifuðust frá Myndlistar- og handíðarskólanum og Leiklistarskóla Íslands, eru hvattir til að mæta á stofnfundinn sem haldinn verður
11. júní á Tunglinu, Austurstræti 22a (salurinn fyrir ofan Grillmarkaðinn).
Hér má sjá nánari upplýsignar um hið nýja félag og dagskrá stofnfundarins.