Fréttir

3.6.2015

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir og Þórunn Árnadóttir tilnefndar til Formex Nova Designer of the Year



Dómnefnd Formax Nova Designer of the Year 2015 tilnefndir Ragnheiði fyrir „fallega nútímalega nálgun á hefðbundnum keltneskum og norskum munstrum“ og Þórunni fyrir „að brjóta hún upp hlutverk hversdagslegra hluta á smekklegan hátt og gefa þeim nýtt og frumlegt hlutverk“.

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir
er vöruhönnuður sem hefur leikgleðina að leiðarljósi. Markmið hennar er að skemmta notendum og fá þá til að upplifa vöruhönnun frá nýju, óþekktu sjónarhorni. Hönnun hennar ber augljósa skýrskotun í bernskuminningar og nostalgíu en Ragnheiður vill ljá verkum sínum samskonar forvitni og hún upplifði í barnæsku sinni.

Þórunn Árnadóttir
er hönnuður sem beitir þverfaglegri nálgun og hefur tekið fyrir mörg viðfangsefni í vinnu sinni. Í verkum sínum hugar hún bæði að heildarmyndinni og samhengi hönnunarinnar. Samtenging framleiðslu, efnisvals, menningar, samfélags og notanda er mikilvægt. Þórunn er hugfangin af “hversdagslegum” hlutum — hlutum sem hafa orðið svo rótgrónir þáttur í daglegu lífi fólks að það er hætt að véfengja tilgang þeirra í samfélaginu.

Verðlaunin voru stofnsett fyrir fimm árum af Formex hátíðinni sem haldin er tvisvar á ári til að kynna og efla norræna hönnun. Verðlaunin hlýtur ungur hönnuður sem vinnur á norðurlandasvæðinu og er dómnefndin þétt skipuð af vel völdum sérfræðingum.

Í dómnefndinni 2015 sitja blaðamaðurinn og rithöfundurinn Lotta Lewenhaupt, Kerstin Wickman, prófessor í hönnunarsögu ásamt tveimur nýjum meðlimum, Ewa Kumlin, framkvæmdastjóra Svensk Form og Anders Fardig, stofnanda og framkvæmdastjóra Design House Stockholm. Gestadómari er Emma Olbers hönnuður.




Þetta hafði dómnefndin að segja um Ragnheiðir Ösp:

Ragnheiður er tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna 2015 fyrir einstaklega sérstaka og skemmtilega hönnun. Hæfileikar hennar er augljósir í Notknot þar sem hún bókstaflega fléttir saman hefðbundnum keltneskum og norskum munstrum í fallega nútímalega nálgun þar sem gróft form hnútanna annarsvegar og mjúkar línur púðananna hinsvegar mætast í verk án upphafs og endis.




Þetta hafði dómnefndin að segja um Þórunni Árnadóttur:

Þórunn Árnadóttir er tilnefnd til Formex Nova verðlaunanna 2015 fyrir framsækna og tilraunakennda hönnun þar sem aðferð, efnisval og menning eru í lykilhlutverki. Með sinni sérstöku nálgun nær hún brýtur hún upp hlutverk hversdagslegra hluta á smekklegan hátt og gefur þeim nýtt og frumlegt hlutverk, form og notagildi.


Einnig eru tilnefnd Oya (Svþjóð), Erik Olovsson & Kyuhyung Cho (Svíþjóð) and Rosa Tolnov Clausen (Danmörk).

Verðlaunahafinn hlýtur sýningu á vorhátið Formex og 50,000 sænskar krónur til kynningarstarfs yfir veturinn. Einnig hlýtur verðlaunahafinn sérstakt skírteini sem þetta árið er hannað af teiknaranum Johan Mets.

Meðal sigurvegara Formex Nova verðlaunana má nefna Hanna Hedman og Simon Klenell, Svíþjóð, 2011, Mari Isopahkala, Finnland, 2012, Mattias Stenberg, Svíþjóð, 2013 og Line Depping, Danmörk, 2014.

Verðlaunin verða veitt á opnun Formex hátíðarinnar, miðvikudaginn 19. ágúst.
















Yfirlit



eldri fréttir