Fréttir

3.6.2015

Leynivopnið fær gullverðlaun í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni



Leynivopnið fær Graphis Gold Award fyrir veggspjalda-seríu hannaða fyrir Float og hefur verið valin til birtingar í bókinni Graphis Poster Annual 2016.

Float er íslensk hönnun gerð til að upplifa vellíðan í vatni, losa um streitu og stuðla að heilbrigði.

Graphis útgáfan var stofnuð í Sviss árið 1944 en er nú starfandi í New York. Graphis hefur frá upphafi gefið út bækur og tímarit um það besta sem er að gerast í auglýsingum og hönnun í heiminum.

Hönnuðir veggspjaldanna eru Einar Gylfason og Unnur Valdís. Ljósmyndari: Gunnar Svanberg. Fyrirsæta: Andrea Röfn. Förðun: Guðbjörg Huldis.

Nánar um Graphis og verðlaunin á www.graphis.com.
















Yfirlit



eldri fréttir