Diane Menzies landslagsarkitekt heldur fyrirlestur um landslagsarkitektúr á Nýja-Sjálandi. Fyrirlesturinn er á vegum FÍLA og fer fram í Þjóðminjasafninu Suðurgötu 41, fimmtudaginn 4. júní kl. 17:00.
Diane Menzies rekur teiknistofuna Landcult Ltd. sem sérhæfir sig í verkefnum sem tengjast menningu og landslagi. Hún er doktor í landslagsarkitektúr og hefur m.a. kennt við háskólann í Wellington á Nýja-Sjálandi. Diane er fyrrverandi forseti IFLA World og árið 2001 var hún skipuð í umhverfisdómstól Nýja-Sjálands.
Sjá nánar
www.fila.is