Frestur til að sækja um í hönnunarsjóð rann út þriðjudaginn 28. apríl, en hátt í 140 umsóknir bárust. Alls var sótt um yfir 300 miljónir króna, en í þessari úthlutun verða rúmlega 20 miljónir veittar.
Þetta er fyrsta stóra úthlutun sjóðsins á árinu, þar sem einungis var hægt að sækja um ferðastyrki í fyrstu úthlutun. Hægt var að sækja um í fjórum flokkum; þróunar- og rannsóknarstyrki, verkefnastyrki, markaðs- og kynningarstyrki og ferðastyrki.
15 fjölbreytt hönnunarverkefni voru styrkt og spanna þau allt frá verkefnum sem tvinna saman 3D prentun og persónuleikapróf yfir í hefðbundna púða með óvæntu twisti. Hönnun er ung grein á Íslandi og því er sjóður eins og Hönnunarsjóðu gríðarlega mikilvæg stoð fyrir bæði unga hönnuði og þá sem lengra eru komnir og eru t.d. í útrás. Þar að auki hljóta 11 hönnunarverkefni ferðastyrk.
Styrkhafar 02/2015 eru:
Almennir styrkir
Ragna Fróðadóttir og Guðrún Lárusdóttir
Doppelganger-Homeland collection
- 3.500.000 kr.
As We Grow ehf.
Markaðssetning í Japan
- 2.000.000 kr.
Búi Bjarmar Aðalsteinsson
Skordýr í matinn
- 2.000.000 kr.
Aurum
Markaðs- og sölusókn í Bretlandi
- 1.500.000 kr.
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Framleiðsla og kynning á Mokka og Rokka
- 1.500.000 kr.
Steinunn Sigurðardóttir
Lava Glass Collection - 1.500.000 kr.
Ingibjörg Dóra Hansen og Elísabet V.Ingvarsdóttir
Falinn skógur, rekaviður í hönnun
- 1.500.000 kr.
Katrín Ólína Pétursdóttir
Cumulab2. Talsmaður; Skart-verndargripir hannaðir í gegnum persónuleikapróf á netinu og 3D prentun
- 1.500.000 kr.
Guðmundur Ingi Úlfarsson
Or Type
- 1.000.000 kr.
Rán Flygenring
Hirðteiknari Íslands
- 1.000.000 kr.
Magnús Albert Jensson
Íbúðir (ný kynslóð íbúðarhúsa) - 1.000.000 kr.
Leópold Kristjánsson
Bólstur
- 1.000.000 kr.
Karna Sigurðardóttir
Designs from Nowhere 2015-2016 - 1.000.000 kr.
Eyþór Yngvi Högnason
Emergent Timepiece
- 500.000 kr.
Guja Dögg Hauksdóttir
Högna Sigurðardóttir arkitekt; efni og andi í byggingarlist
- 500.000 kr.
Ferðastyrkir
Anna María Bogadóttir
Guðbjörg Gissurardóttir
Anna Þórunn Hauksdóttir
Tulipop ehf.
Hildur Steinþórsdóttir
Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir
Brynhildur Pálsdóttir
Steinunn Eik Egilsdottir
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Elsa Jónsdóttir
Helga Ósk Einarsdóttir
Um hönnunarsjóð:
Hönnunarsjóður heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og er tekjustofn hans árlegt framlag sem Alþingi ákveður á fjárlögum. Í ár er framlag til sjóðsins 45 milljónir króna og fer Hönnunarmiðstöð Íslands ehf. með umsýslu sjóðsins.
Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Sjóðurinn styrkir jafnframt kynningar- og markaðsstarf erlendis, sem stuðlar að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.
Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra.
Fimm manna stjórn er skipuð til þriggja ára í senn. Núverandi stjórn hönnunarsjóðs skipa:
Halldóra Vífilsdóttir formaður
Íva Rut Viðarsdóttir varaformaður
Ástþór Helgason
Ásdís Spano
Haukur Már Hauksson
Sjóðurinn hefur verið starfandi síðan 2013.
Nánari upplýsingar um hönnunarsjóð má finna á heimasíðu sjóðsins.