Fréttir

27.5.2015

Gengið um með Ámunda og Helgu í Hönnunarsafni Íslands



Sunnudaginn 31. maí kl. 14:00 verður gengið með Ámundi Sigurðssyni, grafískum hönnuði, og Helgu Björnsson, tískuhönnuði, um sýningu á verkum þeirra í Hönnunarsafni Íslands.

Þetta er jafnframt síðasti sýningardagur sýningarinnar, sem opnaði á HönnunarMars 2015. Sjá nánar hér.

Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun.

Helga Björnsson lærði myndlist og hönnun við Les Arts Décoratifs í París. Að loknu námi komst hún að í tískuhúsi Louis Féraud. Hún starfaði við hlið Louis Féraud, við hátískuna á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar, lengst af sem aðalhönnuður. Sá heimur sem Helga tilheyrði, hátískuheimurinn, er á margan hátt frábrugðinn því sem flestir þekkja, en innan tískuheimsins er lagskipting þar sem tískukóngar – og tískudrottningar ráða ríkjum. Hátískan trónir efst með íburði sínu og glæsileika.Teikningar og skissur Helgu afhjúpa þann kraft sem hönnuðurinn þarf að búa yfir í starfi sínu í tískuheiminum.

Kíkið við á sunnudag og heyrið sögur úr hröðum en ólíkum heimum; hátískan í París og auglýsingabransinn á Íslandi.

















Yfirlit



eldri fréttir