Fréttir

22.5.2015

Íslensk náttúra á Florence Design Week



Tvenn verk verða til sýnis á Florence Design Week, sem stendur yfir frá 27. - 31. maí, eftir textílhönnuðinn Sigrúnu Láru Shanko.


Yfirskrift vikunnar er  "Creative Cities" sem leggja má fram sem „Skapandi borgir“.
Verkin sem sýnd verða eru unnin sem skúlptúr, teppi á vegg er lekur niður á gólf. Samtals lengd er 3 metrar. Verkin eru úr íslenskri ull og gerð á vinnustofu Sigrúnar í Gufunesi.

Nánar um Florence Design Week hér.

Holuhraun og Lambatungujökull. Myndirnar tók Grímur Bjarnason, ljósmyndari. Húsgögnin eru frá Syrusson hönnunarhús

















Yfirlit



eldri fréttir