Menningarnótt fagnar 20 ára afmæli sínu þann 22. ágúst nk. Þessum merku tímamótum verður fagnað sérstaklega og að venju mun Landsbankinn styrkja skemmtilega og frumlega viðburði. Viðburðir hátíðarinnar eiga sér stað víðsvegar um borgina, m.a. á torgum, í portum, görðum, galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum.
Við úthlutun í ár verður kastljósinu beint að viðburðum á torgum miðborgarinnar; nýjum og gömlum, stórum og litlum, fundnum og földum. Sú tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrkveitingu. Við tökum vel á móti öllum umsóknum.
Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Höfuðborgarstofu og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Veittir verða styrkir úr pottinum, kr. 50.000-200.000 til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Menningarnótt.
Tekið er við umsóknum um styrki úr sjóðnum til og með 1. júní á
www.menningarnott.is. Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu í síma 590 1500 og á menningarnott@reykjavik.is.
Auglýsing um Menningarnæturpottinn