Fréttir

6.5.2015

NORDIK | Norræn listfræðiráðstefna á Íslandi 13. –16. maí



NORDIK, alþjóðleg ráðstefna á sviði norrænna hönnunar- og listfræðirannsókna verður haldin dagana 13. – 16. maí í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi, en síðustu 30 ára hafa hin Norðurlöndin skipst á að halda hana á þriggja ára fresti. Yfirskrift ráðstefnunnar er Mapping Uncharted territories (Kortlagning ókannaðra svæða).


Fjölbreytileg erindi verða haldin um listfræðirannsóknir og verkefni á sviðum myndlistar og hönnunar, þar sem sérstaklega er horft til jaðarsvæða, en sifellt færist meiri þungi listfræðirannsókna til staða sem liggja utan miðju stórborga eða kerfisbundinna miðstöðva menningarlífsins, sem hingað til hefur gjarnan verið viðmið alls.

Það er mikilvægt að eiga samskipti við alþjóðlegan fræðaheim og NORDIK ráðstefnan því kærkomið tækifæri til að kynnast áhugaverðum verkefnum og rannsóknum.

Í kynningu segir:

„Mikil hugsjón hefur fylgt undirbúningi ráðstefnunnar enda er vonast til að íslenskt fagsamfélag og íslenskar listfræðarannsóknir á sviðum myndlistar og hönnunar eflist á næstu árum. Við viljum því sjá sem flesta Íslendinga á ráðstefnunni, því mikilvægt er að taka þátt og fylgjast með umræðum sem lúta að okkar fagsviðum og mynda um leið tengsl við erlenda kollega sem sækja munu ráðstefnuna“

Um 40 málstofur verða í boði, hver með 3-4 erindum, og ráðstefnugestir verða um 200 talsins.

Nánar má sjá dagskrá ráðstefnunnar og efni á heimasíðu NORDIK: nordicarthistory.org
















Yfirlit



eldri fréttir