Fréttir

6.5.2015

Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar



Sýningin Samspil í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar opnaði 23. apríl. Þar er varpað nýju ljósi á tengsl danska arkitektsins Finns Juhl (1912-1989) og Sigurjóns Ólafssonar (1908-1982) á árunum 1939 til 1945, en þeir voru báðir brautryðjendur, hvor á sínu sviði, og fóru ótroðnar slóðir í tilraunum sínum með form og efni.

Á sýningunni eru meðal annars stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt verkum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín á sýningu Snedkerlaugets  í Kaupmannahöfn og á heimili sínu Kratvænget 15, Charlottenlund, sem nú er orðið að safni í eigu danska ríkisins. 

Á síðari árum hafa verk Finns Juhl notið mikilla vinsælda um víða veröld, meðal annars fyrir tilstuðlan danska fyrirtækisins Onecollection, sem hefur einkaleyfi á að framleiða húsgögn hönnuð af Finn Juhl.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga kl. 11-17. Sýningin er opin til 30. ágúst.

Nánar á heimasíðu safnsins.

Sýningarstjórar: Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir. 

Epal og OneCollection styrkja sýninguna.

















Yfirlit



eldri fréttir