Fréttir

16.4.2015

Auglýst eftir umsóknum í minningarsjóð Guðjóns Samúelssonar



Minningarsjóður dr. Phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir eftir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum.

Styrkir eru veittir annað hvert ár og fer styrkveiting fram í ellefta sinn á þessu ári 2015. Tilgangur sjóðsins skv. skipulagsskrá er „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda“.

Í síðustu úthlutun árið 2013 voru heildarstyrkveitingar 1.400.000 kr. – gera má ráð fyrir svipaðri upphæð nú.
.
Umsóknir skulu vera á rafrænu formi og sendast á netfangið ai@ai.is eða til skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Vonarstræti 4B, 101 Reykjavík, merktar „Minningarsjóður“, eigi síðar en kl. 12.00 mánudaginn 4.maí 2015.

















Yfirlit



eldri fréttir