Fréttir

1.4.2015

Slush PLAY í Reykjavík dagana 28.–29. apríl 2015



Slush Play, ný ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn dagana 28.-29.apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu.

Að skipulagningu koma nokkrir lykilaðilar í íslensku leikjasenunni, s.s. Hilmar Veigar hjá CCP, Thor hjá Sólfar, Þorsteinn hjá Plain Vanilla og Jónas Antonsson nú hjá Raw Fury Games.

Tilgangur Slush PLAY er að skapa vettvang fyrir norræna frumkvöðla í leikjaiðnaði og innlenda og erlenda fjárfesta sem og bransatengda aðila. Sprotafyrirtæki sem sækja ráðstefnuna fá tækifæri til að hitta fjárfesta á einkafundum og valin teymi kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd.

Staðfestir fyrirlesarar eru Davíð Helgason hjá Unity Technologies, Susana Meza Graham hjá Paradox Interactive, Dean Hall stofnanda RocketWerkz og DayZ, David Gardner partner hjá London Venture Partners, Hilmar Veigar hjá CCP og Þorsteinn hjá Plain Vanilla, sjá nánar á reykjavik.slush.org

Ráðstefnan fer fram dagana 28.-29. apríl í Gamla bíó og gert er ráð fyrir 250 - 300 gestum. Hægt er að nálgast miða á reykjavik.slush.org
















Yfirlit



eldri fréttir