Sigga Heimis og Studio Granda hlutu menningarverðlaun DV fyrir hönnun og arkitektúr árið 2014. Þetta er í 36. skipti sem verðlaunin eru afhent, en þau eru veitt árlega fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu.
Verðlaunin voru veitt í níu flokkum; bókmenntum, fræðum, byggingarlist, danslist, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist.
Þar að auki var tilkynnt um sigurvegara úr netkosningu dv.is, en sigurvegarinn hlaut lesendaverðlaun DV, og forseti Íslands afhenti árleg heiðursverðlaun, en þau hlaut
Guðrún Helgadóttir, barnabókahöfundur.
Velunnari verðlaunanna var Syrusson hönnunarhús.
Verðlaunahafar samankomnir fyrir utan Iðnó að athöfn lokinni.
Eftirfarandi er listi yfir verðlaunahafana.
Hönnun:
Sigga Heimis
Formaður dómnefndar: Tinni Sveinsson
Arkitektúr:
Studio Granda fyrir Hverfisgötu 71a
Formaður dómnefndar: Hildur Gunnlaugsdóttir
Bókmenntir:
Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir skáldsöguna Englary
k
Formaður dómnefndar: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Myndlist:
Hreinn Friðfinnsson
Formaður dómnefndar: Jón Proppé
Kvikmyndir:
Salóme, heimildarmynd eftir Yrsu Rocu Fannberg
Formaður dómnefndar: Vera Sölvadóttir
Tónlist:
Eistnaflug
Formaður dómnefndar: Gunnar Lárus Hjálmarsson
Fræði:
Ofbeldi á heimili – Með augum barna í ritstjórn Guðrúnar Kristinsdóttur
Formaður dómnefndar: Árni Matthíasson.
Leiklist
Marta Nordal Fyrir leikstjórn sína á Ofsa eftir sögu Einars Kárasonar.
Formaður dómnefndar: Silja Aðalsteinsdóttir
Danslist:
Ásrún Magnúsdóttir fyrir Church of Dance, frumsýnt á Reykjavík Dance Festival
Formaður dómnefndar: Karen María Jónsdóttir
Lesendaverðlaun dv.is
Enginn dans við Ufsaklett eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Heildarfjöldi atkvæða: 709.
Heiðursverðlaun DV
Guðrún Helgadóttir
Lestu um allar tilnefningar til verðlaunanna
hér og
hér.