Fréttir

19.3.2015

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu verðlaun á FÍT 2015



Hönnunarverðlaun Íslands hlutu viðurkenningu á FÍT verðlaununum 2015, sem voru afhent við hátíðlega athöfn þann 11. mars á KEX hostel. FÍT verðlaunin eru fagverðlaun íslenskra teiknara þar sem verðlaun og viðurkenningar eru veitt árlega fyrir þau verk sem þykja skara fram úr.

Hönnunarverðlaun Íslands hlutu verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar fyrir mörkun og hinsvegar verðlaun í opnum flokki fyrir sjálfan verðlaunagripinn. Hönnuðir Hönnunarverðlauna Íslansds eru Björn Loki Björnsson, Elsa Jónsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir.

Í umsögn dómnefndar segir:

„Dómnefndin heillaðist af fallegri notkun leturs, einfaldleika og sterkum gripum sem skapa útlit hönnunarverðlaunanna.“

„Frumlegur og rafmagnaður verðlaunagripur sem er allt annað en hefðbundið stofustáss. Þrívíð útsetning á tvívíðu letrinu vekur áhuga manns og forvitni. Sérstaklega vel úthugsað verk frá upphafi til enda. Vel gert.“





Smelltu hér til að sjá þau verk sem hlutu verðlaun og viðurkenningu

Nánari upplýsingar um Hönnunarverðlaun Íslans, hér.
















Yfirlit



eldri fréttir