Fréttir

19.3.2015

Takk fyrir þátttökuna á HönnunarMars!





HönnunarMars fór fram dagana 12.-15. mars. Um hundrað og þrjátíu spennandi viðburðir, sýningar og fyrirlestrar voru á dagskrá HönnunarMars. Hátíðin kynnir íslenska hönnun og arkitektúr, atvinnugreinar sem spanna vítt svið.


Á HönnunarMars er efnt til stefnumóta milli hönnuða og annarra greina með sýningum, fyrirlestrum, málþingum, viðskiptafundum og gleði. 



Þema DesignTalks 2015 í Hörpu var Play Away eða um mikilvægi leiks í sköpun og nýsköpun. Dagskráin hefur aldrei verið glæsilegri en í ár. Mikill fjöldi gesta sóttu sýningar út um alla borg sem iðaði af lífi þrátt fyrir nokkurn mótvind. 

Upplýsingar um hátíðina og stemninguna var hægt að fanga í ýsmum miðlum, t.d. á honnunarmars.is og á bloggi Hönnunarmiðstöðvar og á Facebook, Instragram og Twitter.
Merki hátíðarinnar er #honnunarmars og #designmarch. 



Sjáumst á HönnunarMars 10. - 13. mars 2016!
















Yfirlit



eldri fréttir