Fréttir

9.3.2015

Ögrun og fantasía á DesignTalks



DesignTalks fyrirlestadagur HönnunarMars markar upphaf hátíðarinnar, líkt og undanfarin ár. Einvala lið alþjóðlegra hönnuða og arkitekta flytja erindi undir yfirskriftinni Play Away. Þar verður leikur skoðaður í víðu samhengi út frá mikilvægi hans í hönnun og nýsköpun.


Fyrirlesararnir, þau Jessica Walsh, Walter Van Beirendonck, Marti Guixé, Anthony Dunne og Julien de Smedt fjalla um óhefðbundin vinnubrögð, tilraunir, ögranir og fantasíu.

Smelltu hér til að lesa nánar um fyrirlesra DesignTalks 2015

Þetta er einstakur viðburður sem enginn áhugamaður um arkitektúr, hönnun eða nýsköpun ætti að láta framhjá sér fara.

DesignTalks verður í Silfurbergi, Hörpu, fimmtudaginn 12. mars frá 09:00- 16:30.

Nánari upplýsingar hér.

Smelltu hér til að kaupa miða á DesignTalks
















Yfirlit



eldri fréttir