Nýtt tímarit um hönnun og arkitektúr kemur út í fyrsta sinn á HönnunarMars 2015. Tímaritið
ber nafnið HA og er gefið út af níu fagfélögum undir formerkjum
Hönnunarmiðstöðvar Íslands, en því er ætlað að kynna og sýna fram á
mikilvægi góðrar hönnunar.
Hönnunarsenan á Íslandi hefur beðið í ofvæni eftir útgáfu nýja tímaritsins enda brýn þörf á vettvangi fyrir gagnrýna umræðu um hönnun og arkitektúr hér á landi. Ítarlegar þverfaglegar greinar verða í bland við fasta liði og mun tímaritið höfða jafnt til fagfólks og áhugafólks um hönnun. Enda meginmarkmið hins nýja tímarits að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif þeirra og mikilvægi.
HA kemur út í fyrsta sinn á
HönnunarMars, en það mun koma út tvisvar á ári og verður bæði á íslensku og ensku.
Áhugasamir geta flett nýja tímaritinu á
DesignTalks og á opnunarathöfn HönnunarMars 2015 næstkomandi fimmtudag í Hörpu.
Tímaritið verður einnig til sölu í verslunum
Epal,
Spark Design og
Pennanum