Fréttir

2.3.2015

Hugmyndasamkeppni um skipulag Efstaleitis



Ríkisútvarpið og Reykjavíkurborg auglýsa eftir þátttakendum í forvali fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag lóðar Ríkisútvarpsins við Efstaleiti. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.


Hugmyndasamkeppnin felst í því að útfæra hugmyndir og tillögur að skipulagi lóðarinnar í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. Sjá adalskipulag.is.

Leiðarljós, markmið og tilhögun samkeppninnar ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í drögum að forsögn samkeppnislýsingar, sjá nánar á hugmyndasamkeppni.is

Umsóknarfrestur er fyrir lok dasg þann 9. mars 2015.
















Yfirlit



eldri fréttir