Mikil tilhlökkun er fyrir að birta fjölbreytta dagskrá HönnunarMars 2015, en von er á henni í næstu viku.
Ljóst er að þema
DesignTalks, fyrirlestradags HönnunarMars, sem er PlayAway hafi smitast yfir á hátíðina enda leikur og leikgleði einkennndi fyrir viðburði.
Íslenskir hönnuðir og arkitektar bera þungann af hátíðinni, líkt og
endranær og ber dagskráin keim af þeim taumlausa sköpunarkrafti sem
einkennir íslenskt samfélag. Hér gefur að líta glefsur úr þeirri fjölbreyttu dagskrá sem fer fram á HönnunarMars 2015.
Overlap
Sundhöll Reykjavíkur / Barónsstígur 45a
Þrír hönnuðir úr ólíkum áttum koma saman og umbreyta Sundhöll Reykjavíkur í
uppsprettulind sköpunar og gleði. Þar munu flæða saman töfrandi tónar,
sjónræn upplifun og ferðalag í leikandi léttu þyngdarleysi.
Hönnuðirnir eru: Unnur Valdís Kristjánsdóttir, Siggi Eggerts og Eygló Margrét
Lárusdóttir.
Farmers Market
Sveitaball í Örfirisey
Farmers Market / Hólmaslóð 2
Farmers Market býður gestum og gangandi á snaggaralegt sveitaball fyrir utan
höfuðstöðvar sínar í Örfirisey. Lifandi tónlist, fallegur fatnaður og óvæntar
uppákomur.
Studio Sigga Heimis
Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur
Sigríður Heimisdóttir mun vera með ljósainnsetningu þar sem hún kynnir nýjan
lampa úr pappír, Krusing, sem hún hannar fyrir IKEA. Á meðan á sýningunni
stendur mun hún einnig bjóða upp á vinnustofu þar sem gestir og gangandi geta
gert sína eigin útgáfu af lampa.
Studio Hanna Dís Whitehead
Hannesarholt
Á sýningunni verða vörur og vinnustofa Studio Hönnu Whitehead til sýnis þar
sem þrívídd hefur þróast yfir í tvívídd, handverk í stafrænt verk og hugsanlegur
tilgangur í notagildi. Textíll, pappír, keramík og myndverk. Gestum er boðið að
raða saman og móta framtíðina og sníða hana að eigin þörfum.
Tools / Verkfæri
Skólavörðustígur 17a
Verkfæri er áþreifanlegur hlutur notaður til að ná fram ákveðnu markmiði.
Hönnunarteymið OrriFinn sýnir skartgripi sem eru eftirmyndir útvalinna
verkfæra, sem sum eru bundin ákveðnum starfsgreinum en önnur nauðsynleg í
hversdagslegum athöfnum okkar. Framinn verður gjörningur laugardaginn 14.
mars kl. 15. Léttar veitingar.
Smelltu hér til að sjá fleiri glefsur.