Fréttir

23.2.2015

Opið fyrir umsóknir í Átak til atvinnusköpunar



Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á ný og rennur umsóknarfresturinn út klukkan 12:00 þann 25. febrúar nk.

Markmið verkefnisins er:
• Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
• Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.

Sérstök áhersla er lögð á:
• Verkefni sem skapa ný störf
• Nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggja á hönnun
• Nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarfi
• Verkefni sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðamarkaði

Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.

Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim en hægt er að hengja viðhengi við rafræna umsókn. Hafi umsókn ekki borist fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn.

Nánari upplýsingar hér!
















Yfirlit



eldri fréttir