Fréttir

17.2.2015

Hlutagerðin sýnir í GRAND-HORNU safninu í Belgíu


Mynd: Hlutagerðin

Hönnunarþríeykið Hlutagerðin sýnir verk sín Brynju og Skjöld á Grand Hornu nýlistasafninu í Belgíu á sýningunni Futur archaïque. Þar er leitast við að draga fram snertifleti fortíðar við nútíma hönnun þar sem tiplað er á verkum ungra sem og reynslumeiri hönnuða.

Sýningin samanstendur af verkum 30 hönnuða og hönnunarteyma sem horft hafa með jákvæðu viðhorfi til róta sinna og nýtt þá vitneskju í sinni hönnun. Dreginn er fram sú staðreynd að nútíma hönnun hefur tekið stakkaskiptum síðustu árin, innblástur og verkmenning frá forni tíð spilar þar stóra rullu.

Hlutagerðin er hönnunarteymi stofnað 2012 og  samnstendur af tveimur vöruhönnuðum þeim Elínu Brítu Sigvaldadóttur og Hirti Matthíasi Skúlasyni ásamt menningarmiðlaranum Hrönn Snæbjörnsdóttur.

Verk Hlutagerðarinnar er innblásið af fornri aðferð við að móta og herða leður með því að dýfa því í sjóðandi vatn, en soðið leður var notað fyrr á öldum við gerð orustubrynja. Efnisval Hlutagerðarinnar er íslenska lambagæran sem lengi hefur haldið hita á íslensku þjóðinni.

Brynja er nokkurskonar ketil brynja og Skjöldur er spjaldtölfu skjóla. Skjöldur og Brynja voru fyrst sýnd árið 2014 á sýninguni TEASER í Spark Design Space í Reykjavík, sýningarstjórar þeirrar sýningar var hönnunarteymið Attikatti.


Hlutagerðin samanstendur af þeim Hrönn, Elínu Brítu og Hirti Matthías.

Á meðal Hlutagerðarinnar eru fleiri hönnuðir kunnugir íslendingum því þar er einnig Julia Lohmann sem var þáttakandi í hönnunarverkefninu Austurland: Design: From Nowhere sem hlaut íslensku hönnunarverðlaunin 2014.

Futur archaïque sýningin opnaði þann 25 janúar síðastliðinn og stendur til 19 apríl 2015.

Heimasíða Grand Hornu
Hlutagerðin á Facebook

Fleiri verk eftir Hjört og Elínu má sjá hér:
www.elinbrita.com
www.hjort.is

















Yfirlit



eldri fréttir