Fréttir

17.2.2015

Gaman í alvörunni á Hlemmi með Karolina Fund


Ingi ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Karolina Fund, þeim Arnari og Jónmundi.

Fræðsluviðburðurinn Gaman í alvörunni á Hlemmi verður haldinn með óhefðbundnum hætti n.k. fimmtudag 19. febrúar milli kl. 17:00 og 19:00, en Nýsköpunarmiðstöð og Karolina Fund ætla að bjóða til viðburðar með léttu ívafi. Allir velkomnir að koma og kynna sér starfsemi Karolina Fund, nýjan norrænan hópfjármögnunarvettvang og þá möguleika sem felast almennt í hópfjármögnun.

17:00- 18:00 - kynningar
Ingi Rafn Sigurðsson, einn stofnenda Karolina Fund segir frá fyrirtækinu og hvernig sprotafyrirtæki geta nýtt sér vettvanginn.

Jón Trausti einn stofnenda Stundarinnar segir frá söfnuninni, sem náði sínu takmarki á tveimur dögum og endaði á að slá met - með hæstu upphæð sem safnast hefur á Karolina Fund.

Arnar Sigurðsson, einn stofnenda Karolina Fund, segir frá því hvernig Karolina Fund getur hjálpað skapandi verkefnum að byrja sýn fyrstu alþjóðlegu skref.

18:00 - 19:00 - Tónlist og léttar veitingar

Hljómsveitir, sem eru í fjármögnun hjá Karolina Fund, flytja nokkur lög og örbrugghúsin Kaldi og Steðji standa að veitingum.

Skráning hér.


Mynd fengin af www.visir.is


















Yfirlit



eldri fréttir