Listi með þeim 40 verkum sem komast áfram og enn eiga möguleika á að verða valin til að hljóta þau eftirsóttu verðlaun sem kennd eru við þýska arkitektinn Mies van der Rohe var birtur í vikunni – þar af eru tvö íslensk.
Mies van der Rohe arkitektaverðlaunin eru ein virtustu arkitektaverðlaun heims, en Evrópusambandið hefur veitt þau á tveggja ára fresti frá árinu 1988 fyrir framúrskarandi nútímaarkitektúr í álfunni. Nú hefur verið tilkynnt hvaða 40 byggingar eiga enn möguleika á verðlaununum en lokatilnefningarnar 5 verða kunngerðar í lok febrúar.
Þrjú verk voru tilnefnd frá Íslandi, það voru byggingarnar
H71a (Studio Granda),
Einbýlishús við Kálfaströnd (VA arkitektar) og
FMOS (A2F arkitektar).
Verk Studio Granda var eina verkið frá Íslandi sem komst áfram, en þess má geta að það var eitt af fjórum verkefnunum sem einnig var tilnefnt til íslensku hönnunarverðlaunanna 2015. Þar að auki var
listasafnið í Ravensburg í Þýskalandi, hannað af Jórunni Ragnarsdóttur hjá Lederer Ragnarsdóttir Oei, einnig í hópi þeirra 40 verka sem komust áfram.
Verðlaunin sjálf verða svo veitt 8. maí.
Þess er skemmst að minnast að 2013 voru þessi sömu verðlaun veitt fyrir
Hörpu í Reykjavík.
Sem fyrr segir þá eru þetta ein stærstu og virtustu arkitektaverðlaun heims og því mikil viðurkenning út af fyrir sig að komast inn á þennan lista.
Nánar um verðlaunin og þau verk sem voru tilnefnd
hér.
Smelltu hér til að lesa viðtal við Studio Granda sem birtist í DV þann 13. febrúar, vegna verðlaunanna.